Hjá TRS færðu snjallar veflausnir. Við höfum sett upp fjöldan allan af vefsíðum og búum yfir mikilli reynslu af WordPress vefumsjónarkerfinu.
Hjá okkur færðu alhliða ráðgjöf og þjónustu varðandi þína vefsíðu, hvort sem þú vilt búa til nýja frá grunni eða uppfæra núverandi vefsíðu. Við veitum einnig ráðgjöf varðandi leitarvélabestun og oft þarf ekki að laga nema nokkra litla hluti til að koma vefsíðunni ofar í leitarniðurstöðum. Google AdWords er svo sniðug leið til að auglýsa vef sinn á stærstu leitarvél heimsins auk þess að vera ekki mjög kostnaðarsöm.
Þegar kemur að uppsetningu vefverslana höfum við einnig mikla reynslu og við bjóðum uppá tengingu milli DK bókhaldskerfisins og WooCommerce (netverslunarviðbót í WordPress). Tengingin auðveldar notendum að viðhalda vefversluninni til muna þar sem vörur stofnast sjálfkrafa á vefsíðu frá DK, lagerstaða uppfærist og þegar sala fer fram á vefnum stofnast sölupöntun/sölureikningur í DK ásamt upplýsingum um kaupanda ef hann er ekki til í kerfinu fyrir.
Skoðaðu þjónustu okkar hér fyrir neðan og kynntu þér málið.