Fyrir mörgum er leitarvélabestun flókið fyrirbæri en með því að temja sér rétt vinnubrögð í upphafi eykst sýnileiki vefsíðunnar þinnar smátt og smátt. Engar töfralausnir eru í boði hvað þetta varðar og uppbygging góðrar síðu sem leitarvélum líkar vel við tekur tíma.
Þegar kemur að því að setja upp vefsíðu vilja allir að hún sé sýnileg og finnist fljótt á netinu. Það er þó að mörgu að huga við uppbyggingu vefsíðu þannig að hún sé góð og sýnileg fyrir leitarvélar. Oft þarf þó ekki að laga neina stóra hluti heldur tileinka sér rétt vinnubrögð við innsetningu á myndum og texta.
Skýr skilaboð á vefsíðunni þinni
Það er ekki nóg að vefsíðan þín sé flott og grípi augað þegar hún er skoðuð. Skilaboðin um hvað þú ert að bjóða á þínum vef þurfa að vera skýr og vel fram sett. „Content is king“ segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við þegar kemur að sýnileika á leitarvélum.
Við veitum ráðgjöf um hvað má betur fara á þínum vef og framkvæmum ítarlega vefgreiningu þar sem við setjum fram skýrslu um hvað þarf að laga og hverju þarf að breyta.
Vefsíðan þín er andlit þitt út á við og skiptir gríðarlegu máli í dag þegar hraðinn á netinu er orðinn mikill og notendur vilja finna það sem þeir leita að strax. Góð vefsíða er því fjárfesting sem margborgar sig.
Við setjum upp Google Analytics tölfræðimælingu á allar vefsíður sem við vinnum að. Þannig getum við fylgst vel með hvað virkar og hvað ekki og gert breytingar á vefnum til að ákveðnir hlutir séu sýnilegri.