Til viðbótar við sérsniðnar rekstrarþjónustuleiðir bjóðum við upp á aðrar lausnir og hýsingar á hinum ýmsu kerfum, s.s. bókhaldskerfum, gagnagrunnum, vefsíðum o.fl.
Við getum sniðið þjónustuna að þínum þörfum og þannig færð þú aðgang að færustu sérfræðingum á hverju sviði til að ná sem mestu út úr tölvukerfinu. Við þarfagreinum þau verkefni sem liggja fyrir og gerum tilboð í rekstur tölvukerfa fyrir fasta greiðslu á mánuði.
Dæmi um aðra rekstarmöguleika
Föst viðvera
Fáðu tæknimann á staðinn á fyrirfram ákveðnum tímum til að sinna staðbundnum verkefnum. Greitt er fast mánaðarlegt gjald eftir fjölda tíma.
Tímakarfa
Ef þú vilt frekar eiga inni hjá okkur ákveðinn fjölda tíma í mánuði er það ekkert mál. Tímakarfan virkar líkt og klippikort í strætó, þú kallar eftir aðstoð og vinnan er tekin af tímakörfunni jafn óðum.
Við látum þig vita þegar tímakarfan er að klárast og veittur er afsláttur af tímagjaldi eftir umfangi tíma.
FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR
Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.